Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júní 2022 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Þrjú víti og rautt á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA 4 - 1 Fram
1-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('4, víti)
2-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('40, víti)
2-1 Guðmundur Magnússon ('70, víti)
3-1 Nökkvi Þeyr Þórisson ('80)
4-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('87)
Rautt spjald: Hosine Bility, Fram ('39)


Lestu um leikinn: KA 4 -  1 Fram

KA tók á móti Fram í öðrum leik dagsins í Mjólkurbikarnum og úr varð mikil skemmtun þar sem þrjár vítaspyrnur og tvö rauð spjöld litu dagsins ljós.

Nökkvi Þeyr Þórisson gerði bæði mörkin í fyrri hálfleik úr vítaspyrnum. Það seinna kom á 40. mínútu og fékk Hosine Bility sitt annað gula spjald á nokkrum mínútum og var sendur í sturtu. Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði gerði vel að vinna báðar vítaspyrnurnar sem einkenndust af vandræðagangi í vörn Framara.

Tíu Framarar komu sterkir til leiks út í síðari hálfleikinn og minnkaði Guðmundur Magnússon muninn með marki úr vítaspyrnu á 70. mínútu. 

Nökkvi Þeyr ætlaði þó ekki að leyfa gestunum úr Reykjavík að komast nær og fullkomnaði þrennuna sína á lokakaflanum þegar hann skoraði í opið mark eftir sendingu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni. Tryggvi Snær Geirsson, sem hafði nýlega verið skipt útaf í liði Fram, var kominn á bekkinn og lét heyra í sér eftir markið. Það olli því að hann fékk rautt spjald og var rekinn í sturtu.

Hallgrímur Mar gerði svo endanlega útaf við leikinn með laglegu skoti sem fór í stöngina og inn. 

Lokatölur 4-1 og KA fer í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.


Byrjunarlið KA:
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Oleksii Bykov
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
27. Þorri Mar Þórisson
30. Sveinn Margeir Hauksson

Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
6. Gunnar Gunnarsson
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
10. Fred Saraiva
13. Jesus Yendis
15. Hosine Bility
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
79. Jannik Pohl
Athugasemdir
banner
banner
banner