Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   sun 26. júlí 2015 22:58
Ingunn Hallgrímsdóttir
Gulli Jóns: Getum farið að anda léttar
Gunnlaugur þjálfari Skagamanna
Gunnlaugur þjálfari Skagamanna
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var að vonum sáttur með 2-1 sigur í botnbaráttu slag gegn Leikni R. á heimavelli í kvöld.

Með sigrinum komst ÍA í 8.sæti deildarinnar.

Eggert Kári Karlsson og Marko Andelkovic sáu um það að skora mörkin fyrir Skagamenn.

„Mjög sáttur, þetta var náttúrulega eins og við vissum mikil barátta og við skoruðum mikilvægt þetta annað mark var kannski svona það sem gerði útslagið. Þeir höfðu legið aðeins á okkur í seinni hálfleiknum og átt ágætis færi, skalla í slá og ég veit ekki hvað og hvað.” sagði Gunnlaugur.

„Það má vera að við höfum kannski gefið þeim bæði og mikinn tíma á miðjunni og féllum kannski aftarlega, maður verður að sjá þetta aftur. Við vorum í ákveðnu basli í seinni hálfleik ég viðurkenni það fúslega. Mér fannst þessar síðustu skitpingu okkar, þessa tvöföldu skiptingu þar sem Marko kom inn og Óli Valur það kom auka kraftur í okkur og við settum þetta annað mark.”

„Við förum sex stigum frá Leikni eftir þenna sigur, nú þurfum við bara aðeins að meta stöðuna og hérna horfa í næstu leiki. Vissulega getum við farið að anda aðeins léttar. Gríðarlega mikilvægur sigur í dag ekki spurning.”

„Það er ekkert stress að ná í mann en við erum klárlega með augun opin.”


Aðspurður að því hvort að hann ætli beint á þjóðhátíð að fagna sagði Gulli þetta:„Ekki ég allavegana, ég veit ekki alveg hvað strákarnir ætla að fara. En ég hugsa að við gefum allavegana tveggja daga frí og svo þurfa menn bara að koma fókuseraðir til æfinga á sunnudagskvöld.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner