Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   sun 26. júlí 2015 22:58
Ingunn Hallgrímsdóttir
Gulli Jóns: Getum farið að anda léttar
Gunnlaugur þjálfari Skagamanna
Gunnlaugur þjálfari Skagamanna
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var að vonum sáttur með 2-1 sigur í botnbaráttu slag gegn Leikni R. á heimavelli í kvöld.

Með sigrinum komst ÍA í 8.sæti deildarinnar.

Eggert Kári Karlsson og Marko Andelkovic sáu um það að skora mörkin fyrir Skagamenn.

„Mjög sáttur, þetta var náttúrulega eins og við vissum mikil barátta og við skoruðum mikilvægt þetta annað mark var kannski svona það sem gerði útslagið. Þeir höfðu legið aðeins á okkur í seinni hálfleiknum og átt ágætis færi, skalla í slá og ég veit ekki hvað og hvað.” sagði Gunnlaugur.

„Það má vera að við höfum kannski gefið þeim bæði og mikinn tíma á miðjunni og féllum kannski aftarlega, maður verður að sjá þetta aftur. Við vorum í ákveðnu basli í seinni hálfleik ég viðurkenni það fúslega. Mér fannst þessar síðustu skitpingu okkar, þessa tvöföldu skiptingu þar sem Marko kom inn og Óli Valur það kom auka kraftur í okkur og við settum þetta annað mark.”

„Við förum sex stigum frá Leikni eftir þenna sigur, nú þurfum við bara aðeins að meta stöðuna og hérna horfa í næstu leiki. Vissulega getum við farið að anda aðeins léttar. Gríðarlega mikilvægur sigur í dag ekki spurning.”

„Það er ekkert stress að ná í mann en við erum klárlega með augun opin.”


Aðspurður að því hvort að hann ætli beint á þjóðhátíð að fagna sagði Gulli þetta:„Ekki ég allavegana, ég veit ekki alveg hvað strákarnir ætla að fara. En ég hugsa að við gefum allavegana tveggja daga frí og svo þurfa menn bara að koma fókuseraðir til æfinga á sunnudagskvöld.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner