Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 26. júlí 2020 17:20
Sverrir Örn Einarsson
Bjarni Jó: Svona mörk eiga ekki að sjást
Lengjudeildin
Bjarni Jóhannsson þjálfari Vestra
Bjarni Jóhannsson þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er eiginlega bara óskiljanlegt en svona er fótbolti. Mér fannst allt það sem þurfti að detta með öðru liðinu til þess að vinna leikinn datt þeirra meginn. Mér fannst við spila þrælvel í áttatíu mínútur eða svo en þegar menn missa fókus og og missa dampinn þá er mönnum oft refsað og það eru gæðamenn í liði Keflavíkur sem að riðu baggamuninn í dag.“
Sagði Bjarni Jó þjálfari Vestra eftir 4-1 tap síns liðs gegn Keflavík í dag í leik sem Vestri var þó síst lakari aðilinn bróðurpartinn af.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  1 Vestri

Keflvíkingar komust yfir snemma leiks með stórglæsilegu marki Kian Williams sem breytti eflaust leikplaninu sem Bjarni lagði upp með fyrir leikinn.

„Svona mörk eiga ekki að sjást. Það á náttúrulega að dekka þessa menn fyrir utan teig og allt planað o.s.frv. Þarna er líka pínu vesen á einbeitingu og við vitum það að þessir þriðju leikir í þessum ensku vikum eins og við köllum það þeir eru oft þannig að menn eru orðnir þreyttir og það sást líka á Keflvíkingunum að bæði lið voru orðin úrvinda hérna í lokinn. Þetta var rosalega flott tempó á leiknum og mér fannst þetta góður leikur að mörgu leyti en við fengum skellinn í dag og það er ágætt að tapa bara almennilega fyrst maður er að gera það á annað borð.“

Tapið bindur enda á taplausa hrinu Vestra sem hafði verið taplaus í síðustu fjórum leikjum áður en kom að leiknum í dag. Bjarni og hans menn eru eflaust áfjáðir í að rífa sig upp og gera betur en í dag.

„Já,já. Núna finnst mér að við séum búnir að drilla liðið okkar. Við erum ekkert með sama lið hér ár eftir ár og við erum bara að drilla okkur saman og lengi vel hefur seinni hlutinn verið betri fyrir okkur og ég vona að við finnum bara enn betri takt í sóknarleiknum. Náum að skora fleiri mörk og þá verður þetta bara fínt. Ég er að fá líka menn inn úr meiðslum og núna eru átta dagar í leik og maður veit ekkert hvað maður á að gera.“

Sagði Bjarni en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner