banner
   mán 26. júlí 2021 11:36
Elvar Geir Magnússon
Shaqiri fór fram á að vera seldur
Xherdan Shaqiri.
Xherdan Shaqiri.
Mynd: Getty Images
Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri hefur farið fram á að vera seldur frá Liverpool en hann vill fara í lið þar sem hann fær meiri spiltíma.

„Ég tjáði stjórn Liverpool að ég teldi að ég þyrfti nýja áskorun. Hún tók vel í þessa ákvörðun mína og er tilbúin að hlusta á tilboð í mig. Liverpool ætlar ekki að koma í veg fyrir að ég fari annað í sumar," segir Shaqiri í viðtali.

„Ég myndi elska að snúa aftur til Ítalíu og ég væri til í að spila fyrir Lazio," bætir hann við.

Shaqiri var hjá Inter 2015 en gekk svo í raðir Stoke City þar sem hann var til 2018 þegar hann gekk í raðir Liverpool.

Hann vann Meistaradeildina með Liverpool 2019 og enska meistaratitilinn árið eftir. Á síðasta tímabili kom hann við sögu í fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner