þri 26. júlí 2022 14:13
Elvar Geir Magnússon
Scamacca búinn í læknisskoðun hjá West Ham
West Ham er búið að tryggja sér Gianluca Scamacca samkvæmt færslu Fabrizio Romano á Twitter.

Hann er búinn að standast læknisskoðun og mun skrifa undir samning seinna í dag áður en tilkynnt verður um kaupin.

Scamacca er 23 ára ítalskur landsliðsmaður sem skoraði sextán mörk í 38 leikjum fyrir Sassuolo í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili.

Samkvæmt BBC mun West Ham kaupa Scamacca á um 30 milljónir punda.

Scamacca er 1,95 metrar á hæð og hefur skorað mörg glæsileg mörk fyrir Sassuolo.


Athugasemdir
banner