Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júlí 2022 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari TNS: Verðum að viðurkenna að Víkingur er betra lið
Anthony Limbrick, þjálfari TNS
Anthony Limbrick, þjálfari TNS
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anthony Limbrick, stjóri The New Saints í Wales, var gríðarlega vonsvikinn með að lið hans væri dottið úr leik í Sambandsdeild Evrópu, en hrósaði liðinu sérstaklega fyrir frammistöðuna gegn sterku liði Víkings.

Lestu um leikinn: The New Saints 0 -  0 Víkingur R.

Víkingur vann fyrri leikinn á Víkingsvellinum, 2-0, þar sem Kristall Máni Ingason gerði bæði mörkin af vítapunktinum.

Liðin mættust í síðari leiknum í kvöld og sköpuðu bæði lið sér færi til að skora. Mörkin komu aldrei og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Limbrick var ánægður með margt í leik sinna manna en viðurkenndi fúslega að Víkingur hafi verið betra liðið.

„Við ákváðum að láta á þetta reyna og við gerðum okkar besta. Ég er stoltur af strákunum, spiluðum með tvo upp á topp og vorum með tígulmiðju og reyndum gegn andstæðingi sem við verðum að viðurkenna að er betra lið en við," sagði Limbrick við BBC.

„Þeir áttu skilið að vinna þetta yfir tvo leiki. Við náðum ekki að láta reyna á markvörð þeirra eins og við vildum, en við vorum meira með boltann og jafn mörk skot. Þeir eru með gott lið og góða leikmenn, það var erfitt á útivelli og við vildum ekki verjast jafn mikið og við gerðum þar. Það er stutt á milli og ef eitt af þessum færum hefði farið inn þá hefði það skapað meðbyr og hefði verið jafn leikur."

„Ég er ánægður með leikmennina en vonsvikinn með úrslitin."

„Við hefðum ekki getað gefið meira en við gerðum. Það er stutt á milli í þessu í Evrópukeppnunum. Það vantaði smá upp á gegn afar góðu liði,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner