
„Við töpuðum sanngjarnt gegn góðu liði og við bara mættum ekki til leiks, því miður,'' segir Gunnar Einarsson, þjálfari KR, eftir 4-1 tap gegn HK í 12. umferð Lengjudeild kvenna.
Lestu um leikinn: HK 4 - 1 KR
„Voru þær ekki komnar 4-0 yfir eftir 20 mínútur? Svo var þetta bara eltingarleikur eftir það. Það dró bara það mikið út úr liðinu okkur að við náum ekki neinni endurkomu og náðum ekki að skapa okkur neitt mikið,''
Hvað fannst þér vanta í ykkar leik hér í dag?
„Hugarfarið. Það er grunnurinn og undirstaðan í öllu. Það var þannig í dag og við þurfum að laga það,''
KR hefur tapað núna tvö leiki í röð og hafa fallið smá úr baráttu um annað sætið.
„Enda markmið okkar er að enda eins ofarlega og við getum. Hvort við eigum að fara upp núna, við höfum ekki sýnt það í seinustu tveim leikjum að við eigum eitthvað erindi að fara upp,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.