Mögnuð endurkoma hjá Grindavík/Njarðvík

Það var nóg um að vera í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem X mörk voru skoruð í fjórum leikjum.
Sjö þeirra komu á Akranesi, þegar Skagakonur tóku á móti sameinuðu liði Grindavíkur og Njarðvíkur.
Þar komst ÍA í 3-1 forystu þökk sé tvennu frá Elizabeth Bueckers og þannig var staðan í leikhlé, en Grindavík/Njarðvík svaraði fyrir sig í síðari hálfleik.
Gestirnir áttu magnaða endurkomu og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar, 3-4. ÍA er áfram í neðri hluta deildarinnar með 15 stig eftir 12 umferðir. Grindavík/Njarðvík er átta stigum á eftir toppliði ÍBV eftir þriðja sigurinn í röð.
HK tók þá á móti KR og rúllaði yfir Vesturbæinga á fyrsta hálftímanum. Loma McNeese skoraði tvennu og var staðan orðin 4-0 í hálfleik.
Makayla Soll minnkaði muninn fyrir KR en það var um seinan. Lokatölur 4-1 og er HK í öðru sæti, sex stigum frá toppnum. Þetta var annar tapleikurinn í röð hjá KR sem situr eftir um miðja deild.
Grótta missteig sig þá í toppbaráttunni með jafntefli á útivelli gegn fallbaráttuliði Fylkis. Rebekka Sif Brynjarsdóttir tók forystuna fyrir Gróttu í fyrri hálfleik og jafnaði Sara Rún Antonsdóttir fyrir Fylki snemma í síðari hálfleik. Lokatölur 1-1.
Fylkir er áfram í fallsæti, með 7 stig eftir 12 umferðir. Grótta er núna átta stigum á eftir toppliði ÍA.
Að lokum sigraði Keflavík 2-0 gegn botnliði Aftureldingar. Kristrún Ýr Hólm og Amelía Rún Fjeldsted skoruðu mörkin.
Keflavík fjarlægist fallsvæðið með þessum sigri. Liðið deilir núna sjötta sæti deildarinnar með ÍA, þar sem bæði lið eiga 15 stig eftir 12 umferðir.
Afturelding er áfram á botninum með þrjú stig.
ÍA 3 - 4 Grindavík/Njarðvík
1-0 Elizabeth Bueckers ('7)
2-0 Sigrún Eva Sigurðardóttir ('10)
2-1 Júlía Rán Bjarnadóttir ('22)
3-1 Elizabeth Bueckers ('40)
3-2 Danai Kaldaridou ('53, víti)
3-3 Emma Nicole Phillips ('72)
3-4 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('74)
HK 4 - 1 KR
1-0 Loma McNeese ('3)
2-0 Ísabel Rós Ragnarsdóttir ('11)
3-0 Loma McNeese ('15)
4-0 Karlotta Björk Andradóttir ('29)
4-1 Makayla Soll ('90)
Fylkir 1 - 1 Grótta
0-1 Rebekka Sif Brynjarsdóttir ('25 )
1-1 Sara Rún Antonsdóttir ('54 )
Keflavík 2 - 0 Afturelding
1-0 Kristrún Ýr Hólm
2-0 Amelía Rún Fjeldsted
Athugasemdir