Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. ágúst 2020 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Skoraði, fór í markið og varði víti
Magnús Þórir Matthíasson (Kórdrengir)
Magnús Þórir Matthíasson.
Magnús Þórir Matthíasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir eru í toppsæti 2. deildar karla og stefna hraðbyri upp í næstefstu deild. Kórdrengir unnu um liðna helgi sinn áttunda sigur í ellefu leikjum. Liðið lagði Víði á heimavelli, 3-1. Leikurinn var liður í 13. umferð deildarinnar en þeirri elleftu ef frá eru taldar frestaðar umferðir.

Magnús Þórir Matthíasson stal sviðsljósinu í leiknum þegar hann þurfti að klæðast markmannshönskunum eftir að Andri Þór Grétarsson, markvörður Kórdrengja í leiknum, fékk að líta rauða spjaldið. Magnús, sem hafði skorað opnunarmark leiksins, fór í markið og varði vítaspyrnu. Hann gerði gott betur en það því spyrnan var endurtekin og varði Maggi aftur. Fyrir frammistöðu sína í leiknum er Magnús ICE-leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla.

Það eru þeir Óskar Smári Haraldsson og Sverrir Mar Smárason sem sjá um valið á leikmanni umferðarinanr og tilkynntu þeir um það í hlaðvarpsþættinum Ástríðan. Hlusta má á viðtal við Magga og þáttinn hér neðst í fréttinni.

„Það var debate okkar á milli og því kom inn skoðunarkönnun," sagði Sverrir Mar. Valið á leikmanni umferðarinnar stóð á milli Magnúsar og Kenneth Hogg leikmanni Njarðvíkur.

„Ég hafði ekki hugmynd um að Magnús hefði varið víti. Ég sá bara að minn maður Kenneth skoraði þrennu á Húsavík. Eftir að hafa sé myndband og fleira þá var þetta ekki nokkur spurning um að Maggi er leikmaður umferðarinnar," sagði Óskar Smári.

Magnús Þórir er Keflvíkingur sem leikið hefur með Keflavík, Fylki, Víði og Reyni S. á sínum ferli. Magnús skoraði 19 mörk í 22 leikjum í 3. deild með Kórdrengjum í fyrra og hefur skorað tvö mörk í 11 leikjum í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
Bestur í 2. umferð - Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
Bestur í 3. umferð - Nikola Dejan Djuric (Haukar)
Bestur í 4. umferð - Hrannar Snær Magnússon (KF)
Bestur í 5. umferð - Dino Hodzic (Kári)
Bestur í 6. umferð - Andy Pew (Þróttur Vogum)
Bestur í 7. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
Bestur í 8. umferð - Oumar Diouck (KF)
Bestur í 9. umferð - Alexander Helgason (Þróttur V.)
Bestur í 10. umferð - Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)

Næstu leikir í 2. deild:
föstudagur 28. ágúst
18:00 Njarðvík-Kórdrengir (Rafholtsvöllurinn)
19:15 Haukar-Þróttur V. (Ásvellir)

laugardagur 29. ágúst
14:00 Völsungur-Selfoss (Vodafonevöllurinn Húsavík)
15:00 Víðir-Fjarðabyggð (Nesfisk-völlurinn)
16:00 Dalvík/Reynir-ÍR (Dalvíkurvöllur)
16:00 Kári-KF (Akraneshöllin)
Maggi varði víti tvisvar: Kom mér á óvart að þurfa að fara í markið
Ástríðan - Yfirferð yfir leiki síðustu helgar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner