Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 13:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Burnley að krækja í Mejbri
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Burnley er að þétta raðirnar fyrir komandi átök í ensku Championship deildinni. Hópurinn hefur verið tálgaður niður að undanförnu.

Núna er stjórinn Scott Parker er að fá inn þrjá leikmenn eftir að þeir Wilson Odobert (Tottenham), Sander Berge (Fulham), Dara O'Shea (Ipswich), Anass Zaroury (Lens) og Jóhann Berg Guðmundsson (Al-Orobah) fóru frá félaginu.

Þeir sem eru að koma til Burnley eru þeir Hannibal Mejbri (Manchester United), Jeremy Sarmiento (Brighton) og Jaidon Anthony (Bournemouth).

Vængmaðurinn Anthony kemur á láni en Burnley þarf að kaupa hann á 10 milljónir punda ef Burnley fer aftur upp í úrvalsdeildina.

Mejbri, sem er 21 árs, kemur sömuleiðis á láni með kaupskylduákvæði. Hann er landsliðsmaður Túnis og lék með Sevilla á láni seinni hluta síðasta tímabils. Mejbri er miðjumaður sem kom til United frá Mónakó árið 2019.

Sarmiento er 22 ára Ekvadori sem lék með Ipswich á láni seinni hluta síðasta tímabls. Hann er ekki í plönum Brighton.

Wout Weghorst, James Trafford, Manuel Benson og Luca Koleosho eru orðaðir í burtu frá Burnley. Þá er Ameen Al-Dakhil einnig sagður á leiðinni til Stuttgart.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner