Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 26. september 2022 23:25
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir EM dráttinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA

Það er staðfest að Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki fyrir drátt UEFA í undanriðla fyrir næsta Evrópumót.


Þetta þýðir að landsleikur Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld er svo gott sem þýðingarlaus, ekki nema til að kveikja á veikri von um að komast í umspil í Þjóðadeildinni.

Ísland þurfti að treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til að eiga möguleika á að komast upp í 2. styrkleikaflokk fyrir dráttinn en 0-2 sigur Finna í Svartfjallalandi fyrr í kvöld varð til þess að Ísland getur ekki komist upp um flokk.

Ísland er í 3. styrkleikaflokki ásamt Albaníu og Svíþjóð meðal annars en Ísrael, sem er með Íslandi og Albaníu í Þjóðadeildinni, er í 2. styrkleikaflokki eftir gott gengi að undanförnu.

England og Frakkland eru meðal þjóða í 2. styrkleikaflokki á meðan Ungverjaland, Pólland og Danmörk eru í 1. styrkleikaflokki.

Mikið hefur verið rætt um styrkleikaflokkana að undanförnu þar sem kallað var eftir því að Arnar Þór Viðarsson, A-landsliðsþjálfari, myndi senda U21 stjörnurnar úr hópnum sínum og yfir til Tékklands. Þar á U21 landsliðið mikilvægan umspilsleik um sæti á EM á næsta ári.

Arnar Þór sagði það fráleitt, hann sagði að U21 strákarnir væru ómissandi partur af A-hópnum og að leikurinn gegn Albaníu gæti reynst mikilvægur fyrir framtíð íslenska landsliðsins - meðal annars til að komast upp um styrkleikaflokk fyrir undanriðladrátt Evrópumótsins.


Athugasemdir
banner