Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. september 2022 16:36
Elvar Geir Magnússon
České Budějovice
Karabec með gegn Íslandi á morgun
Arnar Laufdal og Adam Karabec.
Arnar Laufdal og Adam Karabec.
Mynd: Fótbolti.net
Á morgun þriðjudag verður seinni viðureign U21 landsliða Tékklands og Íslands í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins. Tékkarnir eru í bílstjórasætinu eftir 2-1 sigur á Íslandi en okkar menn hafa fulla trú á því að þeir geti snúið dæminu við.

Ein mesta vonarstjarna Tékka, Adam Karabec, var ekki með í fyrri leiknum vegna smávægilegra meiðsla en ferðaðist með hópnum til Íslands. Hann hefur æft eftir að liðið kom heim til Tékklands og tekur því þátt í seinni leiknum.

Hann æfði á keppnisvellinum í České Budějovice í dag með liðsfélögum sínum en heimamenn tóku æfingu áður en íslenska liðið tók sína æfingu. Fjölmiðlafulltrúi tékkneska liðsins segir að allir leikmenn heimamanna séu klárir í slaginn.

Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net, fjallaði um Karabec í síðustu viku en greinina má lesa með því að smella hérna.

Karabec er talinn vera mest spennandi miðjumaður sem sést hefur í Tékklandi síðan að Tomas Rosicky skaust á sjónarsviðið á byrjun 21. aldarinnar.

Fótbolti.net er í Tékklandi og færir ykkur fréttir í aðdraganda leiksins en hann hefst klukkan 16 að íslenskum tíma á morgun, 18 að staðartíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner