mán 26. september 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Manchester-liðin berjast um Bastoni
Alessandro Bastoni í leik með Inter
Alessandro Bastoni í leik með Inter
Mynd: EPA
Manchester City og Manchester United ætla að heyja harða baráttu um ítalska varnarmanninn Alessandro Bastoni á næsta ári en þetta kemur fram í ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport.

Varnarmaðurinn hefur spilað stóra rullu í vörn Inter síðustu fjögur tímabil og hefur þegar tekist að festa sæti sitt í ítalska landsliðinu.

Bastoni, sem er 23 ára gamall, er uppalinn í Atalanta en samdi við Inter árið 2017. Félagið lánaði hann til Atalanta og síðar til Parma áður en hann fékk tækifærið undir stjórn Antonio Conte.

Hann á að baki 95 leiki í Seríu A en gæti nú verið á förum í enska boltann ef marka má grein Gazzetta dello Sport.

Manchester-liðin munu berjast um Bastoni næsta sumar en Tottenham Hotspur er einnig sagt hafa áhuga á honum.

Conte vill endurnýja kynni sín við Bastoni en samningur hans rennur út 2024.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner