mán 26. september 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Mörg félög hafa áhuga á Keita
Naby Keita
Naby Keita
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Naby Keita, miðjumaður Liverpool á Englandi, er enn að íhuga stöðu sína hjá félaginu en fjölmörg félög hafa áhuga á því að fá hann á næsta ári.

Liverpool keypti Keita frá RB Leipzig fyrir fjórum árum fyrir 48 milljónir punda.

Það hefur verið lítið út á hann að setja þegar hann hefur spilað fyrir félagið, en stærsta vandamál er að halda honum heilum.

Enska félagið hefur áhuga á að framlengja við hann en Keita er að skoða stöðuna. Hann vill fá einhverskonar tryggingu um að hann verði lykilmaður á miðsvæðinu hjá Jürgen Klopp, annars mun hann fara á frjálsri sölu næsta sumar.

„Föruneyti Keita er í sambandi við Liverpool varðandi framtíðina. Það er mikill áhugi á Keita en ekkert formlegt tilboð borist. Viðræðurnar við Liverpool halda áfram en Keita vill fá betri skilning á því hversu mikilvægur hann mun vera fyrir Klopp í framtíðinni áður en hann tekur ákvörðun," sagði Fabrizio Romano, einn virtasti blaðamaðurinn þegar það kemur að félagaskiptum leikmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner