De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   þri 26. september 2023 23:08
Brynjar Ingi Erluson
Enska úrvalsdeildin samþykkir nýjan styrktaraðila Chelsea
Mynd: Getty Images
Það er loks komið að því að Chelsea verði með auglýsingu framan á treyju liðsins, en enska úrvalsdeildin hefur samþykkt 40 milljóan punda samning enska félagsins við Infinite Athlete. Þetta kemur fram í Telegraph.

Chelsea náði samkomulagi við bandaríska tæknifyrirtækið Infinite Athlete sem var reiðubúið að greiða enska félaginu 40 milljónir punda árlega.

Enska félagið var í viðræðum við Paramount+ fyrr í sumar, en það stangaðist á við regluverk ensku úrvalsdeildarinnar um útsendingar leikja og nokkrum vikum síðar hætti félagið við að gera samning við netspilavítið Stake eftir þrýsting frá stuðningsmönnum.

Chelsea náði samningum við Infinite Athlete í síðasta mánuði og í stiklu Sky Sports í ágúst sást glitta í auglýsinga á treyju Chelsea, en það hefur tekið sinn tíma að fá samninginn samþykktan.

Í dag samþykkti enska úrvalsdeildin samninginn og uppfyllir hann öll skilyrði. Eigendur Chelsea hafa fullvissað deildina um að þeir séu ekki tengdir fyrirtækinu.

Það er því góður möguleiki á að leikmenn Chelsea verði með auglýsingu Infinite Athlet framan á treyjum sinum gegn Brighton í enska deildabikarnum á morgun.
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner