Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 26. september 2025 00:30
Snæbjört Pálsdóttir
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA sigraði lið Tindastóls þægilega 3-0 í kvöld og gulltryggði þar með sæti sitt í Bestu deildinni að ári, 

Aðspurður um tilfinninguna eftir leik svaraði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA

„Hún er góð, það er gott að vinna loksins aftur og tryggja það að við séum ekki að sogast eitthvað dýpra og neðar, í meiri fallbaráttu en við vorum búnar að koma okkur í. Þannig eftir þennan leik þá er tilfinningin frábær.“


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  0 Tindastóll

„Eftir tímabil þá þarf líka að velta því fyrir sér að við erum ekkert ánægð með að þurfa að tryggja veru okkar í deildinni, ætluðum það okkur ekki, en það eru margir þættir í því sem spila inn í en í kvöld er ég hrikalega ánægður með mínar stelpur.“

„Við tókum bara þennan slag og við erum að spila við mjög erfitt lið, sterka leikmenn, sem eru að mínu mati með alltof fá stig í sumar. Hörmulega leiðinleg hlutskipti að þurfa að vera tapliðið í þessum leik en ógeðslega ánægður með hvernig við kláruðum þetta.“

Nú hefur Þór/KA tryggt sæti sitt í Bestu deildinni að ári og ekki jafn mikið undir og hjá öðrum liðum, hvernig mun Þór/KA halda áfram að fókusa á næstu leiki?

„Við eigum tvo leiki eftir, eigum einn leik fyrir austan á móti mjög skemmtilegu liði FHL, við spilum alla leiki 100%, við virðum það að það er mót í gangi en á sama tíma þá er ég nokkuð viss um það að enn yngri leikmenn hafi verið að spila hjá okkur lykilhlutverk fá fleiri mínútur en þær hafa verið að fá.“

Jóhann hefur undanfarið verið sterklega orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna  hjá Þorsteini Halldórssyni og íslenska kvennalandsliðinu skyldi eitthvað vera til í því?

„Nei, ég held að það sé eitthvað lítið til í því sko, þannig að já nei ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina.“

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner