Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sádi Arabía: Ronaldo og Mane sáu um meistarana
Mynd: EPA
Það var toppslagur í Sádi arabísku deildinni í kvöld þegar Al Ittihad fékk Al Nassr í heimsókn.

Sadio Mane kom Al Nassr yfir þegar hann klippti boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Kingsley Coman. Cristiano Ronaldo bætti öðru markinu við eftir rúmlega hálftíma leik þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Mane og þar við sat.

Al Nassr er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Al Ittihad, sem er ríkjandi meistari, er með níu stig í öðru sæti.

Inigo Martinez, Joao Felix og Marcelo Brozovic voru einnig í byrjunarliði Al Nassr. N'Golo Kante, Fabinho, Hassem Aouar, Karim Benzema og Steven Bergwijn voru í byrjunarliði Al Ittihad.
Athugasemdir
banner
banner