mán 26. október 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Viðræður um nýjan samning við Ramos ganga brösuglega
Sergio Ramos er ákaflega sigursæll.
Sergio Ramos er ákaflega sigursæll.
Mynd: Getty Images
Framtíð Sergio Ramos hjá Real Madrid er í óvissu þrátt fyrir að þessi 34 ára varnarmaður sé enn lykilmaður í liði Zinedine Zidane.

Spænski landsliðsmaðurinn hefur spilað 656 leiki fyrir Madrídarliðið síðan hann kom frá Sevilla 2005. Hann hefur fimm sinnum unnið La Liga og fjórum sinnum Meistaradeildina á síðustu fimmtán tímabilum.

En samningur hans rennur út eftir tímabilið og viðræður um framlengingu hafa gengið brösuglega.

Spænskir fjölmiðlar segja að Real Madrid sé tilbúið að bjóða honum framlengingu um eitt ár en leikmaðurinn sjálfur sækist eftir að fá tvö ár í viðbót.

Það er í stefnu félagsins að bjóða bara eins árs samninga til leikmanna sem eru komnir yfir 30 ára aldurinn.

Sagt er að samingaviðræðurnar hafi verið settar á ís en þráðurinn líklega tekinn upp að nýju í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner