Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 26. október 2021 22:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron skoraði í tapi - Eins súrt og það verður
Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson.
Mynd: Horsens
Aron Sigurðarson var á skotskónum fyrir Horsens þegar liðið tapaði á gríðarlega svekkjandi máta gegn úrvalsdeildarfélagi Vejle í dönsku bikarkeppninni.

Aron kom Horsens yfir á þriðju mínútu leiksins. Hans fjórða mark í þremur leikjum í bikarnum.

Það mark virtist ætla að duga til sigurs. Staðan var enn 1-0 á 90. mínútu, en á þriðju mínútu uppbótartímans kom jöfnunarmarkið hjá Vejle.

Því var farið í framlengingu og þar voru gestirnir sterkari. Þeir unnu að lokum 1-3 sigur.

Gífurlega svekkjandi fyrir Horsens, sem er í fimmta sæti B-deildarinnar í Danmörku. Aron spilaði allan leikinn og kom Ágúst Hlynsson inn á sem varamaður fyrir Horsens á 82. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner