PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   lau 26. október 2024 15:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benoný búinn að bæta markametið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Benoný Breki Andrésson var að kóróna stórkostlegt tímabil hjá sér en hann bætti markametið í efstu deild.


Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

KR er að valta yfir HK og er að fella Kópavogsliðið í leiðinni. Staðan er orðin 5-0 en Benoný er kominn með fernu.

Hann hefur skorað tuttugu mörk í 26 leikjum í sumar. Nokkrir leikmenn áttu metið sem voru 19 mörk en Andri Rúnar Bjarnason gerði það í 22 leikjum og hinir í 18 leikjum.

Pétur Pétursson sló metið fyrstur árið 1978 með ÍA, Guðmundur Torfason gekk í 19 marka klúbbinn árið 1986 sem leikmaður Fram, Skagamaðurinn Þórður Guðjónsson varð sá þriðji árið 1993 og loks skoraði Tryggvi Guðmundsson 19 mörk fyrir ÍBV 1997. Andri Rúnar gek svo í 19 marka klúbbinn 2017.

Benoný er aðeins 19 ára gamall og var verðlaunaður fyrir leikinn í dag fyrir að vera valinn efnilegasti leikmaður mótsins. Hann hefur verið orðaður við atvinnumennsku í stórar deildir að undanförnu.


Athugasemdir
banner