Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 26. nóvember 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Allardyce: Hefði getað þjálfað Man Utd ef ég hefði heitið Allardicio
Sam Allardyce eða Allardicio?
Sam Allardyce eða Allardicio?
Mynd: Getty Images
Þegar Sam Allardyce var knattspyrnustjóri West Ham United sagði hann við fjölmiðla að hann myndi aldrei stýra félagi sem væri með fjórum bestu klúbbunum af þeirri einföldu ástæðu að nafn hans væri ekki Allardici í stað Allardyce og var oft gert grín að honum fyrir þessi ummæli en hann ræddi nánar um þessi ummæli við TalkSport.

Allardyce hefur átt farsælan feril sem þjálfari og stýrt liðum á borð við Bolton, Crystal Palace, Sunderland, West Ham, Blackburn og nú síðast Everton en hann stýrði liðinu leiktíðina 2017-2018.

Hann fékk þó aldrei tækifærið hjá stærstu liðum deildarinnar og furðaði sig oft á því en hann viðurkenni við TalkSport að ef hann hefði fengið annað nafn þá væri sagan önnur.

„Besta leiðin fyrir enska þjálfara að fá starf í ensku úrvalsdeildinni er að breyta nafniu í eitthvað erlent nafn. Ég hef alltaf sagt að ef nafn mitt væri Allardicio þá hefði ég getað þjálfað Manchester United," sagði Allardyce.

Hann var þá spurður út í frábæran árangur Brendan Rodgers með Celtic og nú Leicester eftir að hafa misst starfið hjá Liverpool.

„Það geta allir farið til Celtic og unnið titla en reyndar held ég að Rangers muni taka þetta bráðlega. Hvernig Steven Gerrard spilar með þetta lið þá fer að líða ða því og stuðningsmenn búast við titlum þarna og ef það gerist ekki þá færðu sparkið," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner