Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 26. nóvember 2021 22:28
Victor Pálsson
Aron Einar í sigurliði - Sigur gegn toppliðinu í fyrsta deildarleik Rúnars
Rúnar Alex greip tækifærið
Rúnar Alex greip tækifærið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað á miðju Al Arabi sem spilaði við Al Khor í Katar fyrr í dag.

Aron er lykilmaður á miðju Al Arabi sem hafði betur með einu marki gegn engu í QSL bikarnum. Eina mark leiksins var skorað á 90. mínútu en það var Ilyas sem gerði það fyrir Al Arabi. Al Arabi er á toppnum í riðli B með níu stig en tapaði í síðustu umferð 3-1 gegn Al Sailya sem er í öðru sæti riðilsins.

Í Belgíu þá lék Rúnar Alex Rúnarsson í marki Leuven sem vann 3-1 útisigur á Royale Union í A-deildinni. Rúnar hefur alls ekki verið fastamaður hjá Leuven síðan hann kom á láni frá Arsenal í haust, einungis spila einn bikarleik en fékk tækifæri og hjálpaði liðinu að næla í útisigur gegn toppliðinu í kvöld.

Í Tyrklandi þá spilaði Birkir Bjarnason rúmlega 20 mínútur fyrir Adana Demirspor sem gerði markalaust jafntefli við Kasimpasa. Adana er í 10. sæti deildarinnar með 20 stig eftir fyrstu 14 umferðirnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner