Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
   sun 26. nóvember 2023 16:26
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Albert ekki með Genoa sem tapaði nýliðaslagnum
Albert var fjarri góðu gamni
Albert var fjarri góðu gamni
Mynd: EPA
Domenico Berardi skoraði tvö fyrir Sassuolo sem vann Empoli
Domenico Berardi skoraði tvö fyrir Sassuolo sem vann Empoli
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var fjarri góðu gamni er Genoa tapaði fyrir Frosinone, 2-1, í nýliðaslag í Seríu A í dag.

Albert var ekki í leikmannahópi Genoa fyrir leikinn og má því áætla að hann sé smávægilega meiddur.

Genoa saknaði hans í dag. Liðið lenti undir á 34. mínútu en Ruslan Malinovskiy jafnaði metin með glæsilegu marki aðeins fjórum mínútum síðar.

Undir lok leiks gerði Ilario Monterisi sigurmark Frosinone sem er komið upp í 10. sæti deildarinnar með 18 stig, en Genoa í 15. sæti með 14 stig.

Cagliari og Monza gerðu 1-1 jafntefli á meðan Sassuolo vann Empoli, 4-3.

Domenico Berardi skoraði annað mark sitt og sigurmark leiksins undir lokin. Sassuolo er í 13. sæti með 15 stig en Empoli í 18. sæti með 10 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Cagliari 1 - 1 Monza
1-0 Alberto Dossena ('10 )
1-1 Mirko Maric ('61 )

Empoli 3 - 4 Sassuolo
1-0 Francesco Caputo ('4 , víti)
1-1 Andrea Pinamonti ('12 )
1-2 Matheus Henrique ('22 )
2-2 Jacopo Fazzini ('30 )
2-3 Domenico Berardi ('66 , víti)
3-3 Viktor Kovalenko ('86 )
3-4 Domenico Berardi ('90 )

Frosinone 2 - 1 Genoa
1-0 Matias Soule ('34 )
1-1 Ruslan Malinovskiy ('38 )
2-1 Ilario Monterisi ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner