Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 26. desember 2020 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einkunnir sumarkaupa: Rúnar fær það sama og Havertz
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Getty Images
Jota er búinn að vera flottur með Liverpool.
Jota er búinn að vera flottur með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Það eru að koma áramót og tímabilið í ensku úrvalsdeildinni er komið vel á leið.

Breski fjölmiðillinn Daily Mail ákvað að gefa þeim leikmönnum sem voru keyptir til sex stærstu félaganna á Englandi fyrir tímabilið einkunn fyrir frammistöðuna til þessa.

Rúnar Alex Rúnarsson var keyptur til Arsenal í sumar og hann fær fjóra í einkunn. Rúnar hefur bara spilað í Evrópudeildinni og enska deildabikarnum til þessa. Hann hefur ekki verið nægilega góður að mati Daily Mail og fær hann fjóra í einkunn.

Rúnar átti erfitt uppdráttar gegn Manchester City fyrr í deildabikarnum fyrr í vikunni.

Rúnar fær sömu einkunn og Joe Hart, varamarkvörður Tottenham. Kai Havertz, sem var keyptur til Chelsea fyrir 71 milljón punda, fær einnig fjóra í einkunn.



Lægstu einkunnina af öllum fær Willian, liðsfélagi Rúnars hjá Arsenal. Willian var fenginn á frjálsri sölu til Arsenal síðasta sumar en hann hefur verið afar slakur. Hann fær þrjá í einkunn.

Hæstu einkunn fær Diogo Jota, sem var keyptur til Liverpool frá Úlfunum. Jota hefur komið sterkur inn í lið Liverpool og fær níu í einkunn.

Greinina má lesa í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner