mán 27. janúar 2020 11:02
Magnús Már Einarsson
Landsliðið til Spánar í stað Algarve
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið mun taka þátt í æfingamóti á Pinatar á Spáni í mars næstkomandi. Þetta kemur fram á vef skoska knattspyrnusambandsins.

Íslenska liðið mætir Norður-Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars.

Um er að ræða undirbúning fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu undankeppni EM í apríl.

Mótið á Pinatar kemur í staðinn fyrir þátttöku Íslands á Algarve mótinu en liðinu var hafnað þátttöku þar í ár eftir að hafa verið með á mótinu þrettán ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner