Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 27. janúar 2020 23:00
Aksentije Milisic
Stjóri Shrewsbury segist skilja ákvörðun Klopp
Sam Riketts, stjóri Shrewsbury, segist skilja ákvörðun Jurgen Klopp varðandi það að hann ætli ekki að nota neina af leikmönnum aðaliðsins og ætli sjálfur ekki að stýra liðinu í endurtekna leiknum gegn Shrewsbury í FA bikarnum. Leikurinn fer fram þegar enska úrvalsdeildin er í vetrarfríi.

Shrewsbury kom til baka og náði jafntefli gegn Liverpool í leiknum í gær sem tryggði þeim endurtekinn leik á Anfield.

„Ég skil fullkomnlega í hvernig stöðu Liverpool er, þeir eru að berjast um nokkra titla og spila á þriggja daga fresti," sagði Sam.

„Þetta var eins og bikarúrslitaleikur fyrir okkur og það verður annar svoleiðis á Anfield. Fyrir þá er þetta bara annar dagur á skrifstofunni. Þeir eru að berjast í deildinni og meistaradeildinni svo að leikmennirnir þurfa að fá einhverja hvíld."

Sjá einnig:
Vill að Liverpool verði refsað fyrir að gera lítið úr bikarnum.



Athugasemdir
banner