Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. janúar 2020 23:00
Aksentije Milisic
Stjóri Shrewsbury segist skilja ákvörðun Klopp
Frá leiknum í gær.
Frá leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Sam Riketts, stjóri Shrewsbury, segist skilja ákvörðun Jurgen Klopp varðandi það að hann ætli ekki að nota neina af leikmönnum aðaliðsins og ætli sjálfur ekki að stýra liðinu í endurtekna leiknum gegn Shrewsbury í FA bikarnum. Leikurinn fer fram þegar enska úrvalsdeildin er í vetrarfríi.

Shrewsbury kom til baka og náði jafntefli gegn Liverpool í leiknum í gær sem tryggði þeim endurtekinn leik á Anfield.

„Ég skil fullkomnlega í hvernig stöðu Liverpool er, þeir eru að berjast um nokkra titla og spila á þriggja daga fresti," sagði Sam.

„Þetta var eins og bikarúrslitaleikur fyrir okkur og það verður annar svoleiðis á Anfield. Fyrir þá er þetta bara annar dagur á skrifstofunni. Þeir eru að berjast í deildinni og meistaradeildinni svo að leikmennirnir þurfa að fá einhverja hvíld."

Sjá einnig:
Vill að Liverpool verði refsað fyrir að gera lítið úr bikarnum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner