Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 23:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmannasamtökin vilja gefa leikmönnum rödd - Krefst samstarfs með KSÍ
Mynd: Selfoss
Sif Atladóttir er komin heim eftir 11 ár í atvinnumennsku. Hún skrifaði undir samning við Selfoss í desember.

Þá varð hún ráðin verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands í byrjun árs og var þar með fyrsti starfsmaður samtakanna. Hún var til viðtals við Fótbolta.net á dögunum og þar var forvitnast um hvað markmið samtakanna er.

„Við viljum vera til staðar fyrir leikmenn og gefa þeim rödd hvar sem er. Minna á að það er möguleiki á að tala við einhvern þegar maður er í einhverskonar krísu eða leita sér upplýsinga.

„Það var risa skref fyrir okkur að komast inn í FIFPro til dæmis. Við þurfum að vinna mikla grunnvinnu núna sem hefst á því að tala við leikmenn og sjá hvað þau vilja og þurfa. Við viljum þroska íþróttina okkar betur, það mun krefjast mikils samstarfs með klúbbunum og KSÍ,"
sagði Sif að lokum.

Arnar Sveinn Geirsson er forseti samtakanna.


Sif Atla: Kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað
Athugasemdir
banner