Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 27. janúar 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Shakhtar hafnaði nýjasta tilboði Brighton

Úkraínska félagið Shakhtar Donetsk er búið að hafna nýjasta tilboði Brighton í miðvörðinn Mykola Matviyenko.


Nýjasta tilboð Brighton hljóðaði upp á 20 milljónir evra í heildina en Shakhtar vill fá 30 milljónir fyrir miðvörðinn.

Matviyenko er 26 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Shakhtar og landsliði Úkraínu á undanförnum árum. Miðvörðurinn, sem er örvfættur og getur einnig spilað sem vinstri eða hægri bakvörður, er alinn upp hjá Shakhtar.

Brighton er með sjö hreinræktaða varnarmenn í leikmannahópi sínum og eru aðeins tveir þeirra bakverðir að upplagi. Þjálfarateymi Brighton telur að Matviyenko myndi auka breiddina án þess að draga úr gæðum.


Athugasemdir
banner