Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   mán 27. janúar 2025 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Cédric Soares skrifar undir hjá Sao Paulo
Mynd: EPA
Portúgalski bakvörðurinn Cédric Soares er að skrifa undir skammtímasamning við Sao Paulo í Brasilíu.

Cédric er 33 ára gamall og hefur verið án félags eftir að samningur hans við Arsenal rann út síðasta sumar.

Cédric er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað bæði sem hægri eða vinstri bakvörður. Hann lék 138 leiki á dvöl sinni hjá Southampton og spilaði svo 64 leiki fyrir Arsenal, en hefur einnig leikið fyrir Inter og Fulham á láni.

Hann er uppalinn hjá Sporting CP og lék 34 landsleiki fyrir Portúgal, þar sem hann var í liðinu sem vann EM 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner