Andre Onana var fenginn inn hjá Manchester United til að leysa David de Gea af hólmi fyrir síðasta tímabil.
En Onana er núna á sínu öðru tímabili og hefur engan veginn tekist að sýna að hann sé nægilega góður fyrir Man Utd.
En Onana er núna á sínu öðru tímabili og hefur engan veginn tekist að sýna að hann sé nægilega góður fyrir Man Utd.
Onana átti afar dapran leik gegn Ipswich í gær þegar Man Utd vann 3-2 sigur en samkvæmt Mick Brown, fyrrum yfirnjósnara United, eru áhyggjuraddir varðandi frammistöðu kamerúnska markvarðarins.
„Þjálfarateymið hefur áhyggjur af frammistöðu Onana. Hann hefur ekki verið nægilega góður og það er stórt vandamál," sagði Brown.
„Vandamálið er að Onana átti að vera langtímalausn í þessari stöðu. De Gea var ekki talinn nógu góður í fótunum og því var ekki framlengt við hann. Þeir eyddu því 50 milljónum punda í Onana. Geturðu sagt að hann sé 50 milljónum punda betri en De Gea. Ekki möguleiki."
„Það verður að setja alvarlegar spurningar við hann vegna þess að hann hefur gert svo mörg mistök sem hafa gert hlutina erfiðari fyrir liðið," sagði Brown.
Athugasemdir