Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands
Powerade
Hugo Ekitike er orðaður við Arsenal.
Hugo Ekitike er orðaður við Arsenal.
Mynd: EPA
Dean Huijsen.
Dean Huijsen.
Mynd: EPA
Sóknarmannaleit Arsenal, háir verðmiðar og ungir spennandi leikmenn. Hér er Powerade slúðurpakkinn í öllu sínu veldi.

Arsenal horfir til franska framherjans Hugo Ekitike (22) hjá Frankfurt sem varakost ef félagið getur ekki keypt Alexander Isak (25) en Newcastle er með 150 milljóna punda verðmiða á sænska sóknarmanninum. (Sun)

Newcastle hefur gert hlé á viðræðum við Isak um nýjan samning eftir að hann hafnaði fyrsta tilboði. (Caught Offside)

Bournemouth mun í þessari viku ræða framtíð ungverska varnarmannsins Milos Kerkez (21) og framherjans Antoine Semenyo (25) vegna áhuga frá Liverpool. (Teamtalk)

Enski kantmaðurinn Jadon Sancho (25) sem er á láni hjá Chelsea frá Manchester United hefur áhuga á að snúa aftur í þýska boltann. Draumur hans er að ganga aftur til liðs við Borussia Dortmund en Bayer Leverkusen hefur einnig áhuga. (Bild)

Chelsea, sem ber skylda til að kaupa Sancho frá Manchester United, skoðar hvort félagið muni fá hann til frambúðar og svo selja hann strax. (Football Insider)

Chelsea og Real Madrid vilja fá spænska varnarmanninn Dean Huijsen (19) frá Bournemouth í sumar. (Sport)

Samningur Trent Alexander-Arnold (26) rennur út 30. júní en Liverpool gæti samt fengið þóknun fyrir hann ef Real Madrid vill fá hann fyrir HM félagsliða sem hefst 14. júní. (Mail)

Chris Rigg (17), miðjumaður Sunderland, er undir smásjám Everton, Tottenham og West Ham. (Sky Sports)

Liverpool, Manchester United, Newcastle og Napoli hafa áhuga á Konstantinos Karetsas (17), miðjumanni Genk. (Tuttomercato)

Southampton hefur sett rúmlega 100 milljóna punda verðmiða á enska kantmanninn Tyler Dibling (19) sem er eftirsóttur af Tottenham og Manchester City. (Telegraph)

Newcastle vill fá Jarell Quansah (22), varnarmann Liverpool og Englands, á St James' Park í sumar og vonar að 30 milljóna punda tilboð freisti toppliðið til að selja. (Times)
Athugasemdir
banner
banner