Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   sun 27. apríl 2025 21:45
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir markalausan fyrri hálfleik gegn Val þurfti lið Þór/KA að gera sér að góða að ganga frá N1-vellinum að Hlíðarenda stigalausar eftir 3-0 tap er liðin mættust í Bestu deild kvenna í dag. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurður hvar munurinn á milli hálfleikja lægi svaraði Jóhann.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Þetta gat alveg verið núll núll leikur og við hefðum örugglega bara tekið því. Við erum hér á erfiðum útivelli á móti góðu liði, En það voru teikn á lofti að við hefðum getað tekið stig eða öll þrjú í dag en við vorum bara klaufar og sjálfum okkur verst að nýta það ekki. Valur gekk á lagið og sérstaklega þegar við fórum að stíga aðeins hærra. Þá fóru þær á bakvið okkur og beittu hættulegum skyndisóknum sem þær uppskáru úr. Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf fyrir þær en þær gerðu þetta mjög vel.“

„Oft er það þannig að fyrstu 10-15 mínútunar þá þarftu að vera tilbúin í baráttuna þangað til að leikurinn kemst í jafnvægi en ég held að þessi leikur hafi aldrei náð jafnvægi. Þetta var bara ekki góður fótboltaleikur ef menn vilja tala um gæði fótboltaleikja útfrá því hvernig er spilað og haldið í bolta. Þessi leikur var bara eins og fyrstu 10-15 allan tímann.“
Bætti Jóhann við um leikinn.

Eftir tvo sigra í fyrstu þremur leikjunum er Þór/KA þó á ágætu róli í deildinni í dag þrátt fyrir tap. Finnst Jóhanni liðið hafa tekið framförum frá því í fyrra.

„Já ég held ég geti sagt það með algjörri vissu að liðið hefur tekið framförum. Það eru lykilleikmenn sem eru orðnir betri heldur en í fyrra. Það er betra form á flestum ef ekki öllum en það er ekki þar með sagt að þú fáir alltaf allt í hverjum einasta leik. Við eigum eftir að sjá þetta lið eiga frábæra leiki en verðum að sætta okkur við það að alveg eins og nýkrýndir meistarar Liverpool að við eigum vonda leiki inn á milli.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner