Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 27. apríl 2025 21:45
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir markalausan fyrri hálfleik gegn Val þurfti lið Þór/KA að gera sér að góða að ganga frá N1-vellinum að Hlíðarenda stigalausar eftir 3-0 tap er liðin mættust í Bestu deild kvenna í dag. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurður hvar munurinn á milli hálfleikja lægi svaraði Jóhann.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Þetta gat alveg verið núll núll leikur og við hefðum örugglega bara tekið því. Við erum hér á erfiðum útivelli á móti góðu liði, En það voru teikn á lofti að við hefðum getað tekið stig eða öll þrjú í dag en við vorum bara klaufar og sjálfum okkur verst að nýta það ekki. Valur gekk á lagið og sérstaklega þegar við fórum að stíga aðeins hærra. Þá fóru þær á bakvið okkur og beittu hættulegum skyndisóknum sem þær uppskáru úr. Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf fyrir þær en þær gerðu þetta mjög vel.“

„Oft er það þannig að fyrstu 10-15 mínútunar þá þarftu að vera tilbúin í baráttuna þangað til að leikurinn kemst í jafnvægi en ég held að þessi leikur hafi aldrei náð jafnvægi. Þetta var bara ekki góður fótboltaleikur ef menn vilja tala um gæði fótboltaleikja útfrá því hvernig er spilað og haldið í bolta. Þessi leikur var bara eins og fyrstu 10-15 allan tímann.“
Bætti Jóhann við um leikinn.

Eftir tvo sigra í fyrstu þremur leikjunum er Þór/KA þó á ágætu róli í deildinni í dag þrátt fyrir tap. Finnst Jóhanni liðið hafa tekið framförum frá því í fyrra.

„Já ég held ég geti sagt það með algjörri vissu að liðið hefur tekið framförum. Það eru lykilleikmenn sem eru orðnir betri heldur en í fyrra. Það er betra form á flestum ef ekki öllum en það er ekki þar með sagt að þú fáir alltaf allt í hverjum einasta leik. Við eigum eftir að sjá þetta lið eiga frábæra leiki en verðum að sætta okkur við það að alveg eins og nýkrýndir meistarar Liverpool að við eigum vonda leiki inn á milli.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner