Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   sun 27. apríl 2025 21:45
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir markalausan fyrri hálfleik gegn Val þurfti lið Þór/KA að gera sér að góða að ganga frá N1-vellinum að Hlíðarenda stigalausar eftir 3-0 tap er liðin mættust í Bestu deild kvenna í dag. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurður hvar munurinn á milli hálfleikja lægi svaraði Jóhann.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Þetta gat alveg verið núll núll leikur og við hefðum örugglega bara tekið því. Við erum hér á erfiðum útivelli á móti góðu liði, En það voru teikn á lofti að við hefðum getað tekið stig eða öll þrjú í dag en við vorum bara klaufar og sjálfum okkur verst að nýta það ekki. Valur gekk á lagið og sérstaklega þegar við fórum að stíga aðeins hærra. Þá fóru þær á bakvið okkur og beittu hættulegum skyndisóknum sem þær uppskáru úr. Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf fyrir þær en þær gerðu þetta mjög vel.“

„Oft er það þannig að fyrstu 10-15 mínútunar þá þarftu að vera tilbúin í baráttuna þangað til að leikurinn kemst í jafnvægi en ég held að þessi leikur hafi aldrei náð jafnvægi. Þetta var bara ekki góður fótboltaleikur ef menn vilja tala um gæði fótboltaleikja útfrá því hvernig er spilað og haldið í bolta. Þessi leikur var bara eins og fyrstu 10-15 allan tímann.“
Bætti Jóhann við um leikinn.

Eftir tvo sigra í fyrstu þremur leikjunum er Þór/KA þó á ágætu róli í deildinni í dag þrátt fyrir tap. Finnst Jóhanni liðið hafa tekið framförum frá því í fyrra.

„Já ég held ég geti sagt það með algjörri vissu að liðið hefur tekið framförum. Það eru lykilleikmenn sem eru orðnir betri heldur en í fyrra. Það er betra form á flestum ef ekki öllum en það er ekki þar með sagt að þú fáir alltaf allt í hverjum einasta leik. Við eigum eftir að sjá þetta lið eiga frábæra leiki en verðum að sætta okkur við það að alveg eins og nýkrýndir meistarar Liverpool að við eigum vonda leiki inn á milli.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner