Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 27. apríl 2025 21:45
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir markalausan fyrri hálfleik gegn Val þurfti lið Þór/KA að gera sér að góða að ganga frá N1-vellinum að Hlíðarenda stigalausar eftir 3-0 tap er liðin mættust í Bestu deild kvenna í dag. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurður hvar munurinn á milli hálfleikja lægi svaraði Jóhann.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Þetta gat alveg verið núll núll leikur og við hefðum örugglega bara tekið því. Við erum hér á erfiðum útivelli á móti góðu liði, En það voru teikn á lofti að við hefðum getað tekið stig eða öll þrjú í dag en við vorum bara klaufar og sjálfum okkur verst að nýta það ekki. Valur gekk á lagið og sérstaklega þegar við fórum að stíga aðeins hærra. Þá fóru þær á bakvið okkur og beittu hættulegum skyndisóknum sem þær uppskáru úr. Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf fyrir þær en þær gerðu þetta mjög vel.“

„Oft er það þannig að fyrstu 10-15 mínútunar þá þarftu að vera tilbúin í baráttuna þangað til að leikurinn kemst í jafnvægi en ég held að þessi leikur hafi aldrei náð jafnvægi. Þetta var bara ekki góður fótboltaleikur ef menn vilja tala um gæði fótboltaleikja útfrá því hvernig er spilað og haldið í bolta. Þessi leikur var bara eins og fyrstu 10-15 allan tímann.“
Bætti Jóhann við um leikinn.

Eftir tvo sigra í fyrstu þremur leikjunum er Þór/KA þó á ágætu róli í deildinni í dag þrátt fyrir tap. Finnst Jóhanni liðið hafa tekið framförum frá því í fyrra.

„Já ég held ég geti sagt það með algjörri vissu að liðið hefur tekið framförum. Það eru lykilleikmenn sem eru orðnir betri heldur en í fyrra. Það er betra form á flestum ef ekki öllum en það er ekki þar með sagt að þú fáir alltaf allt í hverjum einasta leik. Við eigum eftir að sjá þetta lið eiga frábæra leiki en verðum að sætta okkur við það að alveg eins og nýkrýndir meistarar Liverpool að við eigum vonda leiki inn á milli.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir