Liverpool fagnaði 20. Englandsmeistaratitlinum á Anfield í dag með 5-1 sigri á Tottenham.
Liverpool þurfti aðeins stig til að tryggja titilinn en það gerði gott betur en það.
Heimamenn losuðu sig við stressið eftir að Dominic Solanke kom Tottenham yfir. Það var spark í rassinn fyrir þá rauðu sem svöruðu með þremur mörkum áður en hálfleikurinn var úti.
Mohamed Salah skoraði fjórða og þá gerði Destiny Udogie sjálfsmark.
Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin og fagnaðarlætin sem brutust út á Anfield eftir að leikurinn var flautaður af.
Athugasemdir