Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 27. maí 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Nýr leikstíll hjá Fylki
Ragnar Bragi Sveinsson.
Ragnar Bragi Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir að fótboltaáhugamenn megi búast við að sjá öðruvísi leikstíl hjá liðinu í sumar heldur en í fyrra.

Atli Sveinn Þórarinsson, Ólafur Stígsson og Ólafur Ingi Skúlason tóku við Fylki af Helga Sigurðssyni síðastliðið haust og hafa komið með sínar hugmyndir inn í vetur.

„Þetta eru töluverðar breytingar. Þetta eru mjög skemmtilegar breytingar fyrir leikmenn og liðið að fara í gegnum," sagði Ragnar Bragi í Niðurtalningunni á Fótbolta.net í gær.

„Þetta eru umspilspælingar og staðsetningar í því. Það er meiri rauð lína hjá okkur. Það er búið að koma inn ákveðnum hreyfingum sem var nýtt fyrir mönnum tlil að byrja með. Síðan eru þetta endurtekningar og þetta hefur verið að slípast vel saman."

Eftir tvö ár í röð í 8. sæti vonast Ragnar Bragi til að Fylkir endi ofar í sumar. „Markmiðið í sumar er að gera betur en í fyrra, nálgast þessi topplið og gera atlögu að þeim. Í fyrra vorum við í 5. sæti þegar voru tveir leikir eftir og það er rosalega stutt á milli í þessu. Af hverju ættum við ekki að hugsa um að nálgast efstu liðin og narta í þau? Það eru okkar væntingar og plön," sagði Ragnar Bragi.
Niðurtalningin - Nýr fyrirliði Fylkis og endurkoma fótboltans
Athugasemdir
banner
banner
banner