Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 27. maí 2022 13:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Búinn að vera mjög góður í öllum þeim verkefnum sem hann hefur fengið"
Markinu gegn Leikni fagnað
Markinu gegn Leikni fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari Fótbolta.net, Baldvin Már Borgarsson, var hrifinn af innkomu Magnúsar Þórðarsonar inn í lið Fram þegar liðið mætti Leikni á miðvikudag.

Magnús skoraði fyrra mark Fram í venjulegum leiktíma á 12. mínútu og var tekinn af velli í stöðunni 2-0 fyrir Fram. Baldvin ræddi við Jón Sveinsson, þjálfara Fram, eftir leikinn. Fram fór áfram í Mjólkurbikarnum eftir framlengdan leik.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  2 Leiknir R.

„Hann er kannski ekki endilega í stóru hlutverki í dag, hann er frábær í leiknum. Hversu gott er að sjá svona frammistöðu frá svona leikmanni?" spurði Baldvin.

„Jú, alveg sammála. Maggi Ingi er búinn að vera mjög góður í öllum þeim verkefnum sem hann hefur fengið. Hann var mjög góður á undirbúningstímabilinu og er bara virkilega að stíga upp. Það er auðvitað gott," sagði Nonni.

„Við erum bara með breiðan og öflugan hóp. Við þurftum að hvíla menn í dag þannig við erum ekkert á flæðiskeri staddir og þurfum ekkert að kvíða því þótt við þurfum eitthvað að rótera og hreyfa menn til. Það voru fleiri en Maggi sem komu inn og spiluðu mjög vel í dag," sagði Nonni.

Magnús hafði byrjað einn leik í upphafi Íslandsmótsins en annars spilað rúmlega hálftíma í fimm innkomum sem varamaður.
Nonni Sveins: Er Einherji ekki heitasta liðið í dag?
Athugasemdir
banner