Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   lau 27. maí 2023 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Lið Daníels bjargaði sér frá falli - Aron Bjarna lagði upp sigurmarkið
watermark Daníel Leó og félagar verða áfram í pólsku úrvalsdeildinni
Daníel Leó og félagar verða áfram í pólsku úrvalsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Aron Bjarnason (t.v.) lagði upp sigurmarkið
Aron Bjarnason (t.v.) lagði upp sigurmarkið
Mynd: Guðmundur Svansson
Daníel Leó Grétarsson og hans menn í Slask Wroclaw náðu að bjarga sér frá falli í pólsku úrvalsdeildinni með ótrúlegum hætti í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn var ekki með Slask í lokaumferðinni en liðið tapaði fyrir Legia, 3-1.

Wisla Plock, sem var í fallsætinu, mátti ekki vinna sinn leik annars hefði Slask fallið. Það fór svo að Wisla tapaði 3-0 gegn Cracovia og er það því Slask sem verður áfram í úrvalsdeildinni.

Góður kafli Slask í síðustu umferðunum bjargaði liðinu frá falli en liðið vann tvo og gerði eitt jafntefli í síðustu fjórum leikjunum, þar á meðal fallbaráttuslag gegn Wisla.

Aron Bjarnason lagði þá upp sigurmark Sirius í 2-1 sigrinum á Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Aron lagði upp markið á 64. mínútu leiksins fyrir Tyreeqh Matthews. Aron kom með laglega fyrirgjöf frá hægri á fjærstöngina þar sem Matthews þurfti bara að pota boltanum yfir línuna.

Hann fór síðan af velli í uppbótartíma en Óli Valur Ómarsson var ekki með Sirius vegna meiðsla. Þetta var fyrsti sigur Sirius í deildinni á tímabilinu og er liðið nú með 8 stig í 13. sæti.

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Trelleborg sem vann 3-2 sigur á Västerås í sænsku B-deildinni. Hann fór af velli á 69. mínútu leiksins. Trelleborg er í 9. sæti með 12 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner