Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 27. maí 2024 11:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maresca nú fyrsti kostur Chelsea - Gengið að samningaborðinu
Enzo Maresca.
Enzo Maresca.
Mynd: Getty Images
Ítalinn Enzo Maresca er orðinn fyrsti kostur hjá Chelsea til að taka við liðinu af Mauricio Pochettino og hefur Lundúnafélagið beðið um leyfi frá Leicester til að ganga að samningaborðinu með Maresca.

John Percy, sem er mjög áreiðanlegur fréttamaður á Bretlandseyjum, segir að það sé orðið mjög líklegt að Maresca taki við liðinu.

Maresca, sem er 44 ára gamall, var að klára sitt fyrsta tímabil með Leicester en liðið endaði sem sigurvegari í Championship-deildinni.

Hann var þar áður aðstoðarstjóri Pep Guardiola hjá Manchester City og stjóri Parma á Ítalíu. Maresca var rekinn um hálft ár í starfi hjá Parma sem var þá í B-deildinni á Ítalíu.

Chelsea hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili og leikur í Sambandsdeild UEFA á næsta tímabili. Mauricio Pochettino var látinn fara sem stjóri liðsins eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner