Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. júní 2020 18:12
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Jón Arnar Barðdal í sóttkví
Jón Arnar Barðdal.
Jón Arnar Barðdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Arnar Barðdal, sóknarmaður HK, er kominn í sóttkví en þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.

Jón Arnar var valinn í lið 2. umferðar Pepsi Max-deildarinnar þegar hann skoraði eitt af mörkum HK í óvæntum 3-0 útisigri gegn Íslandsmeisturum KR.

Mbl.is segir að leikmaður HK sé í sjálfskipaðri sóttkví þar sem hann starfar með leikmanni Stjörnunnar sem greindist með kórónaveiruna.

Jón Arnar æfði ekki með HK í dag en liðið mætir Val í Kórnum annað kvöld.

Næstu þremur deildarleikjum Stjörnunnar hefur verið frestað en liðið er komið í sóttkví.

Fleiri leikmenn í Pepsi Max-deild karla eru komnir í sóttkví. Greint hafði verið frá því að leikmaður Breiðabliks væri kominn í sóttkví en í útvarpsþættinum kom fram að þar væri um að ræða varnarmanninn Viktor Örn Margeirsson.

Viktor hefur ekki komið við sögu í þeim tveimur deildarleikjum sem Breiðablik hefur spilað á tímabilinu en hann spilaði gegn Keflavík í bikarnum á fimmtudag.

Breiðablik mætir Fjölni á mánudaginn.

Kórónaveiran hefur mikil áhrif á íslenska fótboltann en rætt var um stöðu mála í útvarpsþættinum í dag. Víðir Reynisson var á línunni.
Íslenski boltinn - Smit í Pepsi Max og Viktor Karl gestur
Athugasemdir
banner
banner