Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 27. júní 2022 22:46
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Ég fæ mín spjöld á hverju sumri
Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Hulda Margrét
„Óskar markmaður hélt okkur inni í þessu í fyrri hálfleik þegar við vorum ekki nægilega góðir en í seinni hálfleik vorum við töluvert sterkari og fengum fullt af færum sem við nýttum ekki og svo jafna þeir í lokin og þetta var hörkuleikur." Segir Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja eftir 2-1 sigur sinna manna á Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Afturelding

Óskar Sigþórsson varamarkmaður Kórdrengja var í rammanum í dag og var magnaður.

„Óskar er búinn að vera kalla eftir byrjunarliðsleik og fékk hann í dag og stóð sig heldur betur vel og það er ekki hægt að hafa hann ekki í byrjunarliðinu í næsta leik"

Davíð Smári fékk rautt spjald í lok leiksins sem var nokkuð umdeilt.

„Það voru köll á bekknum og ég sem ábyrgur á bekknum fæ rautt spjald fyrir það. Það hefði alveg verið hægt að spurjast eftir því kallaði þetta en ég fæ mín spjöld á hverju sumri og því er leiðinlegt að taka þau fyrir einhvern annan. Bekkurinn hjá Aftureldingu sá að ég átti ekki skilið þetta spjald. Ég er að vona að þetta verði leiðrétt vegna þess að ég átti ekki þetta spjald. Þó að það hefði verið ég sem kallaði þetta inn á völlinn þá verður að vera smá passion í þessu. Þetta er fótbolti og það voru allir innan boðvangsins"

Byrjun tímabilsins hefur verið vonbrigði hjá Kórdrengjum og situr liðið í 8. sæti. Félagsskiptaglugginn opnar næsta miðvikudag.

„Við erum alltaf að skoða það að styrkja hópinn en hópurinn er sterkur. Við lendum í erfiðum meiðslum í upphafi tímabils og erum að reyna klóra okkur til baka úr því. Við erum byrjaðir að vinna þessa baráttuleiki þótt að seinasti leikur gegn HK hafi vissulega verið skellur sérstaklega í seinni hálfleik. Það er ennþá trú í mér og ennþá trú í hópnum."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.





Athugasemdir
banner