Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 27. júní 2022 22:46
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Ég fæ mín spjöld á hverju sumri
Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Hulda Margrét
„Óskar markmaður hélt okkur inni í þessu í fyrri hálfleik þegar við vorum ekki nægilega góðir en í seinni hálfleik vorum við töluvert sterkari og fengum fullt af færum sem við nýttum ekki og svo jafna þeir í lokin og þetta var hörkuleikur." Segir Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja eftir 2-1 sigur sinna manna á Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Afturelding

Óskar Sigþórsson varamarkmaður Kórdrengja var í rammanum í dag og var magnaður.

„Óskar er búinn að vera kalla eftir byrjunarliðsleik og fékk hann í dag og stóð sig heldur betur vel og það er ekki hægt að hafa hann ekki í byrjunarliðinu í næsta leik"

Davíð Smári fékk rautt spjald í lok leiksins sem var nokkuð umdeilt.

„Það voru köll á bekknum og ég sem ábyrgur á bekknum fæ rautt spjald fyrir það. Það hefði alveg verið hægt að spurjast eftir því kallaði þetta en ég fæ mín spjöld á hverju sumri og því er leiðinlegt að taka þau fyrir einhvern annan. Bekkurinn hjá Aftureldingu sá að ég átti ekki skilið þetta spjald. Ég er að vona að þetta verði leiðrétt vegna þess að ég átti ekki þetta spjald. Þó að það hefði verið ég sem kallaði þetta inn á völlinn þá verður að vera smá passion í þessu. Þetta er fótbolti og það voru allir innan boðvangsins"

Byrjun tímabilsins hefur verið vonbrigði hjá Kórdrengjum og situr liðið í 8. sæti. Félagsskiptaglugginn opnar næsta miðvikudag.

„Við erum alltaf að skoða það að styrkja hópinn en hópurinn er sterkur. Við lendum í erfiðum meiðslum í upphafi tímabils og erum að reyna klóra okkur til baka úr því. Við erum byrjaðir að vinna þessa baráttuleiki þótt að seinasti leikur gegn HK hafi vissulega verið skellur sérstaklega í seinni hálfleik. Það er ennþá trú í mér og ennþá trú í hópnum."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.





Athugasemdir