Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 27. júní 2022 22:46
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Ég fæ mín spjöld á hverju sumri
Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Hulda Margrét
„Óskar markmaður hélt okkur inni í þessu í fyrri hálfleik þegar við vorum ekki nægilega góðir en í seinni hálfleik vorum við töluvert sterkari og fengum fullt af færum sem við nýttum ekki og svo jafna þeir í lokin og þetta var hörkuleikur." Segir Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja eftir 2-1 sigur sinna manna á Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Afturelding

Óskar Sigþórsson varamarkmaður Kórdrengja var í rammanum í dag og var magnaður.

„Óskar er búinn að vera kalla eftir byrjunarliðsleik og fékk hann í dag og stóð sig heldur betur vel og það er ekki hægt að hafa hann ekki í byrjunarliðinu í næsta leik"

Davíð Smári fékk rautt spjald í lok leiksins sem var nokkuð umdeilt.

„Það voru köll á bekknum og ég sem ábyrgur á bekknum fæ rautt spjald fyrir það. Það hefði alveg verið hægt að spurjast eftir því kallaði þetta en ég fæ mín spjöld á hverju sumri og því er leiðinlegt að taka þau fyrir einhvern annan. Bekkurinn hjá Aftureldingu sá að ég átti ekki skilið þetta spjald. Ég er að vona að þetta verði leiðrétt vegna þess að ég átti ekki þetta spjald. Þó að það hefði verið ég sem kallaði þetta inn á völlinn þá verður að vera smá passion í þessu. Þetta er fótbolti og það voru allir innan boðvangsins"

Byrjun tímabilsins hefur verið vonbrigði hjá Kórdrengjum og situr liðið í 8. sæti. Félagsskiptaglugginn opnar næsta miðvikudag.

„Við erum alltaf að skoða það að styrkja hópinn en hópurinn er sterkur. Við lendum í erfiðum meiðslum í upphafi tímabils og erum að reyna klóra okkur til baka úr því. Við erum byrjaðir að vinna þessa baráttuleiki þótt að seinasti leikur gegn HK hafi vissulega verið skellur sérstaklega í seinni hálfleik. Það er ennþá trú í mér og ennþá trú í hópnum."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.





Athugasemdir
banner