Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   mán 27. júní 2022 22:46
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Ég fæ mín spjöld á hverju sumri
Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Hulda Margrét
„Óskar markmaður hélt okkur inni í þessu í fyrri hálfleik þegar við vorum ekki nægilega góðir en í seinni hálfleik vorum við töluvert sterkari og fengum fullt af færum sem við nýttum ekki og svo jafna þeir í lokin og þetta var hörkuleikur." Segir Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja eftir 2-1 sigur sinna manna á Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Afturelding

Óskar Sigþórsson varamarkmaður Kórdrengja var í rammanum í dag og var magnaður.

„Óskar er búinn að vera kalla eftir byrjunarliðsleik og fékk hann í dag og stóð sig heldur betur vel og það er ekki hægt að hafa hann ekki í byrjunarliðinu í næsta leik"

Davíð Smári fékk rautt spjald í lok leiksins sem var nokkuð umdeilt.

„Það voru köll á bekknum og ég sem ábyrgur á bekknum fæ rautt spjald fyrir það. Það hefði alveg verið hægt að spurjast eftir því kallaði þetta en ég fæ mín spjöld á hverju sumri og því er leiðinlegt að taka þau fyrir einhvern annan. Bekkurinn hjá Aftureldingu sá að ég átti ekki skilið þetta spjald. Ég er að vona að þetta verði leiðrétt vegna þess að ég átti ekki þetta spjald. Þó að það hefði verið ég sem kallaði þetta inn á völlinn þá verður að vera smá passion í þessu. Þetta er fótbolti og það voru allir innan boðvangsins"

Byrjun tímabilsins hefur verið vonbrigði hjá Kórdrengjum og situr liðið í 8. sæti. Félagsskiptaglugginn opnar næsta miðvikudag.

„Við erum alltaf að skoða það að styrkja hópinn en hópurinn er sterkur. Við lendum í erfiðum meiðslum í upphafi tímabils og erum að reyna klóra okkur til baka úr því. Við erum byrjaðir að vinna þessa baráttuleiki þótt að seinasti leikur gegn HK hafi vissulega verið skellur sérstaklega í seinni hálfleik. Það er ennþá trú í mér og ennþá trú í hópnum."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner