Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mán 27. júní 2022 22:46
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Ég fæ mín spjöld á hverju sumri
Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Hulda Margrét
„Óskar markmaður hélt okkur inni í þessu í fyrri hálfleik þegar við vorum ekki nægilega góðir en í seinni hálfleik vorum við töluvert sterkari og fengum fullt af færum sem við nýttum ekki og svo jafna þeir í lokin og þetta var hörkuleikur." Segir Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja eftir 2-1 sigur sinna manna á Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Afturelding

Óskar Sigþórsson varamarkmaður Kórdrengja var í rammanum í dag og var magnaður.

„Óskar er búinn að vera kalla eftir byrjunarliðsleik og fékk hann í dag og stóð sig heldur betur vel og það er ekki hægt að hafa hann ekki í byrjunarliðinu í næsta leik"

Davíð Smári fékk rautt spjald í lok leiksins sem var nokkuð umdeilt.

„Það voru köll á bekknum og ég sem ábyrgur á bekknum fæ rautt spjald fyrir það. Það hefði alveg verið hægt að spurjast eftir því kallaði þetta en ég fæ mín spjöld á hverju sumri og því er leiðinlegt að taka þau fyrir einhvern annan. Bekkurinn hjá Aftureldingu sá að ég átti ekki skilið þetta spjald. Ég er að vona að þetta verði leiðrétt vegna þess að ég átti ekki þetta spjald. Þó að það hefði verið ég sem kallaði þetta inn á völlinn þá verður að vera smá passion í þessu. Þetta er fótbolti og það voru allir innan boðvangsins"

Byrjun tímabilsins hefur verið vonbrigði hjá Kórdrengjum og situr liðið í 8. sæti. Félagsskiptaglugginn opnar næsta miðvikudag.

„Við erum alltaf að skoða það að styrkja hópinn en hópurinn er sterkur. Við lendum í erfiðum meiðslum í upphafi tímabils og erum að reyna klóra okkur til baka úr því. Við erum byrjaðir að vinna þessa baráttuleiki þótt að seinasti leikur gegn HK hafi vissulega verið skellur sérstaklega í seinni hálfleik. Það er ennþá trú í mér og ennþá trú í hópnum."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.





Athugasemdir
banner
banner