Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júní 2022 14:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Getum ekki leyst vind án þess að skrifað sé um það"
Mynd: Getty Images
Í síðustu viku var greint frá því að Hammarby væri í viðræðum við Alfreð Finnbogason sem verður formlega samningslaus um mánaðamótin. Alfreð er 33 ára og er að yfirgefa Augsburg eftir sex og hálft tímabil í Þýskalandi.

Jesper Jansson, yfirmaður fótboltamála hjá Hammarby, staðfestir að félagið hafi hitt Alfreð. Jansson var yfirmaður fótboltamála hjá Helsingborg þegar félagið fékk Alfreð í sínar raðir fyrir tíu árum síðan.

„Við höfum hitt marga en ég get ekki tjáð mig um allt. Við getum ekki leyst vind án þess að skrifað sé um það. Það er algjörlega ómögulegt að tjá sig um allt," sagði Jansson við Fotbollskanalen.

Hammarby hefur selt vængmanninn Mayckel Lahdo til AZ Alkmaar og miðjumanninn Williot Swedberg til Celta Vigo. Möguleiki er þá á því að Aljosa Matko verði seldur frá félaginu.

Þjálfari liðsins, Marti Cifuentes, segir liðið ætla að styrkja sig í glugganum. „Við erum með góðan hóp en við ætlum að styrkja okkur þar sem sumir eru að fara. Einhverjir gætu komið inn en það þarf ekki endilega vera að við tökum þá annars staðar frá, við mögulega náum í leikmenn úr akademíunni. Það mikilvæga er að við vitum hvað við viljum. Yfirnjósnarinn og Jesper vita hvað ég vil og hvað félagið þarf," sagði Cifuentes eftir jafntefli gegn Häcken í gær.

Jón Guðni Fjóluson er leikmaður Hammarby en hann hefur ekkert leikið síðan hann sleit krossband í október í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner