Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2022 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
Lucas Leiva farinn aftur til uppeldisfélagsins (Staðfest)
Mynd: EPA

Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Leiva, 35 ára, er genginn í raðir Gremio á frjálsri sölu.


Lucas er uppalinn hjá Gremio og lék þar í tvö ár áður en Liverpool keypti hann til Evrópu.

Lucas var hjá Liverpool í tíu ár áður en hann var seldur til Lazio í ítalska boltanum, þar sem hann hefur verið síðan.

Lucas, sem spilaði 24 landsleiki fyrir Brasilíu, á í heildina 346 leiki fyrir Liverpool og 198 fyrir Lazio. Hann kom við sögu í 45 leikjum á síðustu leiktíð þrátt fyrir hækkandi aldur og gæti orðið algjör lykilmaður fyrir Gremio.

Það eru fimmtán ár liðin síðan Lucas var síðast hjá Gremio.


Athugasemdir
banner
banner
banner