Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 27. júlí 2020 21:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Valdimar Þór: Við áttum að klára þennan leik
Valdimar Þór Ingimundarson leikmaður Fylkis.
Valdimar Þór Ingimundarson leikmaður Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkismenn fengu lið fólksins frá HK í heimsókn þegar 9.umferð Pepsi Max deild karla hélt áfram í kvöld. Leikurinn var heldur tvískiptur en Fylkismenn byrjuðu mun betur og komust yfir snemma leiks áður en HK tóku öll völd yfir og leiddu sanngjarnt í hálfleik 1-2. 
Það var þá sem maður vallarins ákvað að gefa í leiddi lið Fylkis til sigurs 3-2.
„Bara frábært að klára þennan leik, við áttum að klára þennan leik svona fyrir fram fyrir leik og við gerðum það." Sagði Valdimar Þór Ingimundarson leikmaður Fylkis og maður leiksins eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 HK

Valdimar Þór Ingimundarsson var allt í öllu í leik Fylkis og var valinn maður leiksins en hann lagði upp fyrstu tvö mörk Fylkis í leiknum áður en hann klárðaði svo leikinn sjálfur af punktinum og tryggði sér nafnbótina.
„Já já, bara fyrst og fremst sáttur með að við kláruðum þennan leik og þrjú stig í hús." 

Mikill hiti var í leiknum og gerðu bæði lið nokkur tilköll til dómara í leiknum en Valdimar Þór vildi þó ekki gera mikið úr því.
„ Nei nei, bara í hita leiksins þá er maður að kalla en mér fannst nú mark númer tvö hjá þeim vera rangstaða en ég sá það ekki alveg nógu vel en mér fannst það." 

Valdimar Þór vildi ekki meina að það hafi verið farið sérstaklega yfir hvar möguleikar þeirra lágu gegn HK en hann segir Fylkir spila á sinn hátt sama hver mótherjin er.
„Við höfum okkar leið til að komast á þriðjunginn og gerum það bara á okkar hátt sama á móti hvaða liði við erum að spila." 

Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner