Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. júlí 2021 06:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Minnisvarði um Hafstein Guðmundsson afhjúpaður
Guðni Bergsson formaður KSÍ, Sigurður Garðarsson formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, og Rúnar Arnarsson formaður undirbúningsnefndar.
Guðni Bergsson formaður KSÍ, Sigurður Garðarsson formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, og Rúnar Arnarsson formaður undirbúningsnefndar.
Mynd: KSÍ
Fyr­ir leik Kefla­vík­ur og Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla á sunnudag var af­hjúpaður minn­is­varði við Keflavíkurvöll um Haf­stein Guðmunds­son, sem fæddist árið 1923 og lést árið 2013 og hefur oft verið kallaður faðir knattspyrnunnar í Keflavík.

Hafsteinn lék með Val áður en hann gekk til liðs við Kefl­vík­inga um miðjan sjötta ára­tug síðustu ald­ar. Hann var í fyrsta landsliði Íslands sem lék gegn Dan­mörku árið 1946, lék alls 4 landsleiki á árunum 1946-1951 og var landsliðseinvaldur árin 1969-1973.

Frá undirbúningsnefnd minnisvarðans:

Haf­steinn var aðal­hvatamaður þess að Íþrótta­banda­lag Kefla­vík­ur (ÍBK) var stofnað árið 1956 og gegndi for­mennsku þess frá upp­hafi til 1975. Hann var spilandi þjálf­ari Kefla­vík­urliðsins á ár­un­um 1958-1960. Í for­mannstíð Haf­steins varð ÍBK fjór­um sinn­um Íslands­meist­ari á mesta blóma­skeiði knatt­spyrn­unn­ar í Kefla­vík. Fyrst 1964 og síðan 1969,1971 og 1973 og ÍBK varð einnig bikar­meist­ari 1975.

Haf­steinn er með réttu nefnd­ur faðir knatt­spyrn­unn­ar í Kefla­vík. Hann var formaður Ung­menna­fé­lags Kefla­vík­ur 1978-1981, sat í stjórn KSÍ og var landsliðsein­vald­ur 1969-1973. Haf­steinn var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu, heiður­skrossi ÍSÍ, heiður­skrossi KSÍ, gull­merki ÍBK, heiðursgull­merki Kefla­vík­ur, gull­merki Knatt­spyrnu­deild­ar Kefla­vík­ur og hann var heiðurs­fé­lagi UMFK.
Athugasemdir
banner
banner