Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fylkir fær fyrrum fyrirliða Fjölnis og þrjár aðrar (Staðfest)
Íris Ósk Valmundsdóttir mun taka slaginn með Fylki
Íris Ósk Valmundsdóttir mun taka slaginn með Fylki
Mynd: Raggi Óla
Íris Ósk Valmundsdóttir, fyrrum fyrirliði Fjölnis, er gengin til liðs við Fylki í Lengjudeildinni en liðið fékk hana og þrjár aðrar til félagsins í gær.

Íris, sem er 31 árs, er uppalin í Fjölni en hún hefur einnig spilað fyrir Stjörnuna og KR á ferli sínum.

Hún á 239 leiki og 34 mörk í deild- og bikar með þessum félögum og var meðal annars fyrirliði Fjölnis áður en hún tók sér hlé frá fótbolta fyrir tveimur árum.

Íris hefur nú ákveðið að taka skóna úr hillunni og er nú búin að fá félagaskipti yfir í Fylki.

Tvær kom á láni frá Þrótti R en það eru þær Mist Funadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mist, sem er fædd árið 2003, hefur spilað fimm leiki fyrir Þrótt í Bestu deildinni í sumar á meðan Ragnheiður, sem er fædd árið 2005, hefur spilað einn leik.

Signý Lára Bjarnadóttir kemur þá aftur til félagsins frá Aftureldingu en hún að baki 41 leik í deild- og bikar fyrir bæði félögin. Hún hefur spilað sjö leiki í Bestu deildinni í sumar.

Fylkir er í 7. sæti Lengjudeildarinnar með 9 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner