Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 27. ágúst 2022 16:09
Ívan Guðjón Baldursson
England: Tíu leikmenn Chelsea unnu gegn Leicester
Mynd: EPA
Gross er búinn að skora þrjú og leggja upp eitt af fimm fyrstu mörkum Brighton á tímabilinu.
Gross er búinn að skora þrjú og leggja upp eitt af fimm fyrstu mörkum Brighton á tímabilinu.
Mynd: Getty Images

Það var gríðarlega fjörugum leikjum að ljúka í enska boltanum þar sem tíu leikmenn Chelsea höfðu betur gegn Leicester City.


Raheem Sterling skoraði bæði mörk Chelsea í leiknum og átti skot í stöng og var þetta frábær sigur fyrir lærisveina Thomas Tuchel sem gerðu ótrúlega vel að vinna leikmanni færri.

Conor Gallagher var rekinn af velli eftir tæpan hálftíma en Sterling náði samt að koma sínum mönnum í tveggja marka forystu áður en Harvey Barnes tókst að minnka muninn.

Chelsea er með sjö stig eftir sigurinn og Leicester situr eftir með aðeins eitt stig.

Chelsea 2 - 1 Leicester
1-0 Raheem Sterling ('47)
2-0 Raheem Sterling ('63)
2-1 Harvey Barnes ('67)
Rautt spjald: Conor Gallagher, Chelsea ('28)

Brighton lagði þá Leeds að velli og héldu lærisveinar Graham Potter markinu hreinu enn eina ferðina. Pascal Gross gerði eina mark leiksins og deilir Brighton toppsæti úrvalsdeildarinnar með Englandsmeisturum Manchester City. Bæði lið eru með tíu stig eftir fjórar umferðir.

Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi en Brighton bar sigur úr býtum og er Leeds áfram með sjö stig.

Brentford og Everton mættust að lokum og gerðu 1-1 jafntefli. Anthony Gordon, sem er á óskalista Chelsea, tók forystuna í fyrri hálfleik og jafnaði varamaðurinn Vitaly Janelt fyrir Brentford á lokakaflanum.

Everton sýndi flotta frammistöðu en hún dugði ekki. Lærisveinar Frank Lampard eru með tvö stig á meðan Brentford er með fimm.

Brighton 1 - 0 Leeds
1-0 Pascal Gross ('66)

Brentford 1 - 1 Everton
0-1 Anthony Gordon ('24)
1-1 Vitaly Janelt ('85)


Athugasemdir
banner
banner
banner