Elfar Freyr Helgason, leikmaður Vals, hefur ekki verið í leikmannahópi Vals í síðust fimm leikjum liðsins.
Hann glímir við nárameiðsli sem hafa haldið honum frá vellinum frá því að hann lék gegn Fram í Bestu deildinni þann 28. júlí.
Hann glímir við nárameiðsli sem hafa haldið honum frá vellinum frá því að hann lék gegn Fram í Bestu deildinni þann 28. júlí.
„Staðan á honum er ekki góð. Þetta er vesen í náranum, hann fór í myndatöku um það leyti sem ég kom til Vals og fékk sprautu sem við vorum að vonast til að myndi hjálpa honum að komast af stað. Það hefur ekki virkað nógu vel. Hann er ekki búinn að taka neina fótboltaæfingu frá því að ég kom og hefur því verið því bara verið að æfa í ræktinni með styrktarþjálfara og sjúkraþjálfara. Það var vesen með þetta fyrr í sumar, en eftir Fram leikinn varð þetta verra."
„Ég veit ekki hvenær hann mun snúa aftur til baka á völlinn, það er svolítið í lausu lofti," segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, sem er þjálfari Vals.
Elfar er á sínu öðru tímabili með Val eftir að hafa komið frá uppeldisfélaginu Breiðabliki eftir tímabilið 2022. Í fyrra kom hann við sögu í 21 deildarleik og í ár hefur hann komið við sögu í átta leikjum og skorað eitt mark.
Hann er 35 ára og verður samningslaus eftir tímabilið.
Aðrir leikmenn Vals eru heilir heilsu, fyrir utan Orra Hrafn Kjartansson sem kallaður var til baka úr láni frá Fylki. Hann er að glíma við eftirköst af lungnabólgu og óvíst hvenær hann getur byrjað að spila.
Valur er í 3. sæti Bestu deildarinnar og næsti leikur liðsins er gegn Víkingi á útivelli á sunnudag.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir