Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 27. september 2020 19:54
Aksentije Milisic
England: West Ham valtaði yfir Wolves
West Ham 4 - 0 Wolves
1-0 Jarrod Bowen ('17 )
2-0 Jarrod Bowen ('57 )
3-0 Raul Jimenez ('66 , sjálfsmark)
4-0 Sebastian Haller ('90 )

Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en þar áttust við West Ham og Wolves í London.

David Moyes stjóri West Ham er í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19 en stýrði liðinu að heiman með hjálp tækninnar. Það gekk svona ljómandi vel.

Jarrod Bowen kom West Ham yfir eftir 17. mínútna leik en hann skoraði þá eftir sendingu frá Pablo Fornals.

Staðan var 1-0 í hálfleik og West Ham bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleiknum. Á 57. mínútu var Bowen aftur á ferðinni en hann fylgdi þá eftir skoti frá Fornals sem fór í stöngina.

Markahrókurinn Raul Jimenez skoraði á 66. mínútu en því miður fyrir hann var það í rangt mark. Tomas Soucek átti þá skalla eftir fyrirgjöf frá Aaron Cresswell sem hafði viðkomu í Jimenez. Sebastian Haller rak síðasta naglan í kistu Wolves með marki í uppbótartíma.

Þetta var fyrsti sigur West Ham á leiktíðinni. Wolves er einnig með einn sigur en nú hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner