Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   mán 27. september 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Halldór Orri leggur skóna á hilluna - „Minn tími er kominn"
Halldór Orri
Halldór Orri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri Björnsson hefur lagt skóna á hilluna en hann greindi frá því í viðtali á laugardag. Greint var frá því fyrir helgi að leikurinn gegn KR yrði síðasti leikur Halldórs fyrir Stjörnuna. Leikurinn gegn KR var 260. leikur Halldórs fyrir Stjörnuna.

Halldór Orri er 34 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Stjörnunni. Hann hefur einnig leikið með Falkenberg í Svíþjóð og FH á sínum ferli.

Hann lék tólf leiki með Stjörnunni í sumar en alls hefur hann spilaði 215 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 61 mark. Hann á auk þess tvo leiki fyrir A-landslið Íslands.

„Þetta er búið að erfitt sumar en minn tími er kominn í þessu, ég geng bara sáttur frá borði með minn feril," sagði Halldór á laugardaginn.

„Það var komið í hugann fyrir þetta tímabil þannig það er búið að taka smá tíma að malla upp í kollinum á manni, þetta er bara komið gott."

Hvað tekur við hjá þér, ætlaru að starfa eitthvað nálægt fótboltanum? „Það er ekkert ákveðið. Ég hugsa að ég taki mér smá pásu og svo kemur í ljós hvort maður fái einhverja löngun til að starfa áfram eitthvað nálægt fótboltanum. Ég verð nú samt nálægt Stjörnunni, mínum klúbb, ef þeir geta nýtt krafta mína þá verð ég til taks," sagði Halldór Orri.
Halldór Orri þakkar fyrir sig: Geng sáttur frá borði
Athugasemdir
banner
banner
banner