Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   mið 27. september 2023 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Hollensk samvinna í jöfnunarmarki Liverpool
Mynd: Getty Images
Cody Gakpo, leikmaður Liverpool, jafnaði metin í 1-1 gegn Leicester í enska deildabikarnum í kvöld, en það var hollensk samvinna sem gerði þetta mark.

Liverpool lenti undir snemma leiks og sótti án afláts eftir það. Liðið fékk mörg frábær tækifæri til að jafna, en þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var Leicester enn í forystu.

Í síðari hálfleiknum tókst Liverpool að stilla saman strengi og var það Gakpo sem gerði jöfnunarmarkið eftir stoðsendingu frá landa sínum, Ryan Gravenberch.

Staðan er enn 1-1 þegar þetta er skrifað, en markið má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Gakpo hér
Athugasemdir
banner
banner
banner