Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
banner
   mið 27. september 2023 16:05
Elvar Geir Magnússon
James ákærður fyrir að láta dómarann heyra það
Enski landsliðsmaðurinn spilaði sjálfur ekki í leiknum vegna meiðsla.
Enski landsliðsmaðurinn spilaði sjálfur ekki í leiknum vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Reece James hjá Chelsea hefur verið ákærður af enska fótboltasambandinu fyrir hegðun sína í göngunum eftir tapleik gegn Aston Villa.

Hann er sagður hafa verið með móðgandi orðbragð eða hegðun í garð dómara leiksins.

Enski landsliðsmaðurinn spilaði sjálfur ekki í leiknum vegna meiðsla. Hann fær tækifæri til föstudags til að svara kærunni.

Málið verður nú tekið fyrir hjá aganefnd ensku deildarinnar og James gæti átt yfir höfði sér refsingu.

Chelsea hefur átt erfiða byrjun á tímabilinu og situr í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner